Enski boltinn

Mourinho kaupir hugsanlega bara einn í viðbót

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, segir að hann gæti þurft að sætta sig við að fá aðeins einn leikmann í viðbót þar sem leikmannamarkaðurinn sé gríðarlega erfiður.

Mourinho segir að félög séu að setja allt of háan verðmiða leikmenn.

„Við erum ekki félag sem er til í að greiða hvað sem er fyrir leikmann. Ég er vanur því að sjá félög greiða háar upphæðir fyrir frábæra leikmenn en nú vilja þau fá háar upphæðir fyrir góða leikmenn,“ sagði Mourinho.

United keypti Romelu Lukaku á 75 milljónir punda og varnarmaðurinn Victor Lindelöf kom frá Benfica fyrir 31 milljón punda.

Mourinho bætti við að þar sem markaðurinn væri svona erfiður yrði hann líklega að sætta sig við að fá bara einn í viðbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×