Fótbolti

Stelpurnar vöknuðu við þrumur sem sumar töldu vera sprengjur

Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar
Heitt hefur í Hollandi undanfarna daga og sváfu margar af landsliðsstelpunum með opna glugga. Fyrir vikið heyrðust þrumurnar enn betur þar sem þær sváfu í herbergjum sínum.
Heitt hefur í Hollandi undanfarna daga og sváfu margar af landsliðsstelpunum með opna glugga. Fyrir vikið heyrðust þrumurnar enn betur þar sem þær sváfu í herbergjum sínum. Vísir/Getty
Leikmenn kvennalandsliðsins í knattspyrnu og raunar íslenskir fjölmiðlamenn líka brá í brún í nótt þegar einhverjar svakalegustu þrumur, sem undirritaður hefur heyrt, dundu yfir. Þrumunum fylgdi rigning af annarri stærðargráðu en landsmenn eru vanir.

„Þetta voru svaka þrumur sem komu í nótt. Sumar héldu að þetta væri sprenging en svo reyndust þetta bara þrumur. Maður var fljótur að sofna aftur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.

Gunnhildur er öllu vön þegar kemur að þrumum enda býr fjölskylda hennar í Flórída.

„Þau búa í Orlando og það eru miklar þrumur og eldingar þar en þetta var eitthvað nýtt fyrir mér.  Ég hef aldrei heyrt svona stórar þrumur.“

Aðrir leikmenn kvennalandsliðsins sem blaðamaður ræddi við vöknuðu sömuleiðis við þrumurnar en voru fljótar að sofna aftur. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×