Erlent

Miklir skógareldar geisa skammt frá Yosemite

Atli Ísleifsson skrifar
Eldarnir geisa nú á um 180 ferkílómetra svæði.
Eldarnir geisa nú á um 180 ferkílómetra svæði. Vísir/AFP
Miklir skógareldar geisa nú fyrir utan þjóðgarðinn Yosemite í Kaliforníu. Rúmlega tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa á síðustu dögum reynt að ná tökum á eldunum sem virðist hafa tvöfaldast að stærð í nótt.

Ríkisstjórinn Jerry Brown hefur lýst yfir neyðarástandi á svæðinu en íbúar í bænum Mariposa, þar sem finna má um 1.500 heimili, hafa neyðst til að flýja vegna eldanna.

Eldarnir geisa nú á um 180 ferkílómetra svæði.

Átta byggingar, suðvestur af þjóðgarðinum Yosemite, hafa eyðilagst í eldunum, sem og raflínur sem liggja um svæðið.

Sjá má innslag NBC um eldana að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×