Lífið

Úrslitin ráðast í Söngvakeppni íþróttafélaga í Brennslunni: Hvaða lag finnst þér best?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kjartan og Hjörvar hafa haldið utan um keppnina.
Kjartan og Hjörvar hafa haldið utan um keppnina.
Á morgun dregur til tíðinda í Söngvakeppni íþróttafélaga í Brennslunni, en undanfarna viku hafa undanúrslitin farið fram.

Brennslan leitar að besta íslenska stuðningsmannalagi sögunnar og eru nú þegar fimm lög komin í úrslit.

„Línurnar hafa verið glóandi alla keppnina, en þjóðin fær að velja,“ segja þeir Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson, stjórnendur Brennslunnar nánast í kór. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að keppt var í fjórum undanriðlum, þar sem fjögur lög voru saman í riðli. Þjóðin fékk að velja hvaða lög komust upp úr riðlakeppninni, kosið var í gegnum síma.

Á mánudag fór lag Tindastóls áfram, sungið af Kristjáni Gíslasyni.

Á þriðjudag fór lagið Komum fagnandi áfram, lag ÍBV. Bakvörðurinn knái Ívar Bjarklind syngur það lag.

Á miðvikudag fór lagið Deyja fyrir klúbbinn áfram, sem er lag Þórs frá Akureyri. Lagið er sungið af Dagnýju Elísu Halldórsdóttur.

Og í dag fór lag Fjölnis áfram, í flutningi Jónsa úr sveitinni Í svörtum fötum.

Sérstök dómnefnd velur svokallaðan  „Svarta-Pétur“, lag sem fer upp úr riðlakeppni án þess að hafa unnið símkosningu. Hið ógleymanlega lag Hauka, flutt af Páli Rósinkranz er komið áfram. En lagið ber titilinn Það var lagið (Ekki lengur lítill fugl).

Úrslitin fara svo fram á morgun, klukkan 8:45. Stjórnendur Brennslunnar eru spenntir. „Það er mikill meðbyr með Eyjamönnum akkúrat núna,“ segir Hjörvar Hafliðason og bætir við: „En hvort hann haldi út keppni skal ósagt látið.“

Twitter-samfélagið fær svo að velja eitt lag í úrslit, en fjögur lög voru tilnefnd. Hægt er að taka þátt hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×