Innlent

Brýna það fyrir atvinnubílstjórum að virða reglur um hvíldartíma

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aksturstími hvern dag skal ekki vera níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustundir.
Aksturstími hvern dag skal ekki vera níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustundir. vísir/pjetur
Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, eins og til að mynda hópbifreiða, að aka af stað óþreyttir og virða reglur um hvíldartíma.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni en þar segir að aksturstími hvern dag skuli ekki vera lengri níu klukkustundir og hlé skuli gera á akstri eftir 4,5 klukkustundir.

„Reglur um aksturs- og hvíldartíma eru ekki settar að ástæðulausu, heldur er markmið þeirra að auka öryggi í umferðinni og vinnuvernd ökumanna. Þeir eiga ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að aka óhóflega lengi í senn þannig að velferð og öryggi farþega og annarra vegfarenda sé hætta búin.

 

Fyrirtækjum er skylt að varðveita upplýsingar úr rafrænum ökuritum um akstur sinna bifreiða og ökumanna á þeirra snærum og einnig að veita þessar upplýsingar eftirlitsmönnum ef um það er beðið,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×