Erlent

Hinn stéttlausi Kovind nýr forseti Indlands

Atli Ísleifsson skrifar
Kovind er dalíti, eða stéttlaus, sem hafa í gegnum tíðina verið neðsir í stéttakerfi Indlands.
Kovind er dalíti, eða stéttlaus, sem hafa í gegnum tíðina verið neðsir í stéttakerfi Indlands. Vísir/AFP
Hinn stéttlausi Shri Ram Nath Kovind, ríkisstjóri Bihar-héraðs, verður næsti forseti Indlands. Hann tekur við embættinu af Pranab Mukherjee sem sóttist ekki eftir endurkjöri.

Forseti Indlands er kjörinn af fulltrúum á þjóð- og héraðsþingum landsins og hlaut Kovind um 65 prósent atkvæða en þingkonan Meira Kumar um 35 prósent.

Hinn 71 árs Kovind tekur formlega við embættinu í næstu viku, en hann verður sá fjórtándi í röðinni til að gegna embættinu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í hópi þeirra sem börðust fyrir kjöri Kovind.

Kovind er dalíti, eða stéttlaus, sem hafa í gegnum tíðina verið neðstir í stéttakerfi Indlands. Þetta er í annað sinn sem stéttlaus maður er kjörinn forseti landsins.

Kovind er þekktastur fyrir að hafa barist fyrir réttindum stéttlausra og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Hann hefur lengi starfað innan stjórnmálaflokksins BJP, eins stuðningsflokka Modi. Þá átti hann sæti á þingi á árunum 1994 til 2006.

Forsetaembættið í Indlandi er valdalítið embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×