Fótbolti

Æfa á sama stað og stelpurnar okkar: "Gaman að fá að fylgjast með“

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Það eru ekki allir sem fylgja stelpunum okkar eftir í Hollandi í sumarfríi. Nokkur íslensk lið nýta dvölina til æfinga.

HK/Víkingur, sem er í toppbaráttunni í 1. deild kvenna, er eitt þeirra liða sem er í æfingaferð í Hollandi á meðan Evrópumótinu stendur. Það vill líka svo skemmtilega til að þjálfari liðsins er Jóhannes Karl Sigursteinsson, eiginmaður Hörpu Þorsteinsdóttur.

HK/Víkingur æfir meira að segja á sama æfingasvæði og stelpurnar okkar og fá því að fylgjast með íslensku hetjunum mæta til æfinga.

Ekki var gert hlé í 1. deildinni á meðan EM stendur en Fossvogsfélagið færði til leiki svo sínar stelpur gætu farið á tvo leiki og fengið út úr dvölinni góða æfingaferð.

„Þetta er alveg geggjað, algjör snilld,“ segir Anna María Pálsdóttir, leikmaður HK/Víkings, um æfingaferðina.

„Þetta er ekkert smá skemmtilegt og virkilega góð tvenna. Við verðum fram á þriðjudaginn og náum tveimur leikjum,“ segir liðsfélagi hennar, Andrea Alda Björnsdóttir.

Stelpurnar fóru á leikinn á móti Frakklandi og sjá svo leikinn á móti Sviss á laugardaginn. Ferðin hefur heppnast vel og ekki skemmir fyrir að æfa á sama æfingasvæði og stelpurnar okkar.

 

„Það gefur okkur mikið. Það er gaman að sjá þær koma á völlinn. Við fáum aðeins að fylgjast með. Það er mjög gaman,“ segir Andrea Alda Björnsdóttir.

Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×