Innlent

Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá

Jakob Bjarnar skrifar
Gljúfrin undir Gullfossi eru ekki árennileg en þyrla gæslunnar tók þátt í leitinni í gær.
Gljúfrin undir Gullfossi eru ekki árennileg en þyrla gæslunnar tók þátt í leitinni í gær. Jóhannes Jóhannesson/Landhelgisgæslan
Leitin að manninum sem féll í Gullfoss hefur ekki skilað árangri enn sem komið er. En, eins og greint hefur verið frá sendi lögreglan frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að maðurinn væri hælisleitandi.

Vísir ræddi nú rétt í þessu við Gunnar Inga Friðriksson sem stjórnar leitinni, en hann er stjórnandi svæðisstjórnar Landsbjargar á Suðurlandi. Gunnar Ingi segir 60 manns að leita; leitarhópar ganga með ánni og þá eru notaðir bátar, svifnökkvar og drónar við leitina. Þá er Björgunarsveitin með sjónpósta við nýju brúnna við Hvítá en net hefur verið strengt milli stólpa í von um að í það megi grípa manninn fljóti hann þar um.

Net hafa verið strengd milli stólpa við nýju brúna yfir Hvítá.vísir/jói k
Gunnar Ingi segir spurður hvort menn væru ekki að verða vondaufir um að leitin skilaði árangri tímann afstæðan við aðstæður sem þessar. „Það er erfitt að segja. Allur gangur er á þessu miðað við reynsluna. Það ríkir mikil óvissa núna.“

Í gær voru tvær þyrlur frá Landhelgisgæslunni sem aðstoðuðu við leitina í gær og eru meðfylgjandi myndir frá Gæslunni en þær sýna glögglega erfiðar aðstæður.

Aðstæður voru nokkuð erfiðar við fossinn og Hvítá í gær.Jóhannes Jóhannesson/Landhelgisgæslan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×