Íslenski boltinn

Enskir aðstoðardómarar í Pepsi-deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Coy.
Martin Coy. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Íslands er ekki aðeins á skiptast á dómurum við færeyska knattspyrnusambandið heldur einnig við það enska og það danska.

Ensku dómararnir Peter Wright og Martin Coy verða að störfum hér á landi á næstum dögum, en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.

Þeir Wright og Coy munu dæma leiki í Inkasso-deildinni sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Peter Wright dæmir fyrst leik Hauka og Fram í Inkasso-deildinni í kvöld þar sem Martin Coy verður varadómari.

Peter Wright verður ekki eini erlendi dómarinn í Inkasso-deildinni í þessari umferð því danski dómarinn Jonas Hansen mun dæma leik Þróttar og ÍR annað kvöld.

Annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Danmörku og heitir Danny Kolding. Þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambandanna á Norðurlöndum um dómaraskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×