Innlent

Einn karl og fimm konur á sjúkrabílavaktinni á Selfossi í dag

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hrönn er til vinstri á myndinni en með henni eru þær Tinna Soffía Traustadóttir, Erla Sigríður Sigurðardóttir, Ólína Dröfn Ólafsdóttir og Hulda Þorgilsdóttir. Liggjandi á gólfinu er Arnar Smári Gústafsson.
Hrönn er til vinstri á myndinni en með henni eru þær Tinna Soffía Traustadóttir, Erla Sigríður Sigurðardóttir, Ólína Dröfn Ólafsdóttir og Hulda Þorgilsdóttir. Liggjandi á gólfinu er Arnar Smári Gústafsson. vísir/mhh
„Já, það eru breyttir tímar hjá okkur í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi þar sem við höfum starfsemi sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Við erum fimm konur á vaktinni í dag og einn karl, það er ekki oft sem þetta gerist en svona var þetta við vaktaskiptin í morgun“, segir Hrönn Arnardóttir, sjúkraflutningamaður og varðstjóri sem er ein af konunum sem stendur vaktina í dag.

Hún segir frábært hvað konurnar eru að koma sterkt inn í starf sjúkraflutningamanna.

Hrönn er til vinstri á myndinni en með henni eru þær Tinna Soffía Traustadóttir, Erla Sigríður Sigurðardóttir, Ólína Dröfn Ólafsdóttir og Hulda Þorgilsdóttir.

Liggjandi á gólfinu er Arnar Smári Gústafsson, sem er umkringdur konum á vaktinni með kaffibollann sinn.

Þess má geta af þeim 32 sjúkraflutningamönnum sem vinna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eru 10 konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×