Fótbolti

Jordi Cruyff: Aldrei séð leikmann spila af jafn miklum krafti í sínu heimalandi og Viðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordi Cruyff var sáttur með sigurinn í kvöld.
Jordi Cruyff var sáttur með sigurinn í kvöld. vísir/andri marinó
Jordi Cruyff, þjálfari Maccabi Tel Aviv, var sáttur með sigurinn á KR í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Við áttum í smá vandræðum með löngu boltana hjá þeim. En eftir að við skoruðum fyrsta markið fannst mér við stjórna leiknum. Við sköpuðum færi, héldum hreinu og þetta var góður sigur,“ sagði Cruyff í samtali við Vísi eftir leik.

Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Maccabi og lagði fyrra mark liðsins upp. Cruyff sagði að Viðar hefði spilað af krafti í kvöld.

„Hann lagði sérstaklega hart að sér. Hann vill alltaf skora og er markaskorari. Ég held að ég hafi aldrei séð leikmann spila af jafn miklum krafti í sínu heimalandi og hann gerði í kvöld,“ sagði Cruyff.

Hollendingurinn segist ekki hafa verið í rónni fyrir leikinn enda KR með útivallarmark eftir fyrri leikinn í Ísrael.

„Við vorum varfærnari vegna marksins sem þeir skoruðu í Ísrael. Við vissum að þeir eru sterkir í beinskeyttum fótbolta og líkamlega sterkir,“ sagði Cruyff að lokum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: KR - Maccabi Tel Aviv 0-2 | KR-ingar úr leik

KR-ingar eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap á heimavelli á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv í kvöld.Maccabi Tel Aviv vann fyrri leikinn 3-1 út í Ísrael og þar með 5-1 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×