Innlent

Áfram hlýjast norðaustantil

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sunnudagurinn lítur ansi vel út.
Sunnudagurinn lítur ansi vel út. Skjáskot/Veðurstofan
Hægur vindur, skýjað og þokuloft eða súld er það sem landsmenn mega búast við í veðrinu fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum sér væntanlega lítið til sólar. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast norðaustantil. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að búast megi við suðaustan 8-13 m/s á morgun. Það verði skýjað og lítilsháttar væta, en léttskýjað og mjög hlýtt norðan- og norðaustanlands.

Á sunnudag er útlit fyrir sunnan golu með þurru og hlýju veðri á mest öllu landinu, en dálítilli rigningu vestast.

Veðurhorfur á landinu

Austan og suðaustan 3-8 á A-verðu landinu, annars hægari vindur. Þokumóða eða dálítil súld. Léttir víða til NA- og A-lands í dag, en skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast NA-til.

Suðaustan 8-13 og dálítil væta S- og V-lands á morgun, en léttskýjað og hýtt á N- og NA-landi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Suðaustan 8-13 m/s og þokumóða eða súld, en hægari og léttskýjað á N- og NA-landi. Hiti 12 til 25 stig, hlýjast NA-lands. 

Á sunnudag:

Sunnan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og þokubakkar við ströndina, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast NA-lands. 

Á mánudag og þriðjudag:

Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum og hlýtt í veðri, en víða þokuloft við ströndina. 

Á miðvikudag:

Austan- og norðaustanátt, skýjað með köflum og þokuloft við N- og A-ströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á SV- og V-landi. 

Á fimmtudag:

Norðaustanátt og fer að rigna NA-lands, en léttskýjað á S- og V-landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×