Erlent

Þrír létust í mótmælum í Venesúela

Atli Ísleifsson skrifar
Til átaka kom víða um land í nótt og hafa um þrjú hundruð verið handteknir.
Til átaka kom víða um land í nótt og hafa um þrjú hundruð verið handteknir. Vísir/AFP
Milljónir íbúa Venesúela eru nú í allsherjarverkfalli sem stjórnarandstaða landsins boðaði til í þeim tilgangi að auka þrýstinginn á forsetann Nicolas Maduro. Andstæðingar forsetans vilja að hann afturkalli fyrirhugaðar kosningar í landinu þar sem velja á fólk í stjórnlagaráð.

Til átaka kom víða um land í nótt og liggja að minnsta kosti þrír í valnum og þrjú hundruð hafa verið handteknir.

Maduro forseti gerir lítið úr verkfallinu og mótmælunum og segir að hvatamenn þeirra verði handteknir.

Rúmlega hundrað hafa fallið í átökum frá því í apríl þegar stjórnarandstaðan í Venesúela tók að auka á mótmælin gegn ríkistjórninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×