Innlent

Fiskibátur strandaði skammt frá Hvammstanga

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveitin á Hvammstanga var kölluð út.
Björgunarsveitin á Hvammstanga var kölluð út.
Lítill fiskibátur strandaði skammt frá Hvammstanga um klukkan hálf þrjú í nótt og lét bátsverjinn, sem var einn um borð, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vita.

Björgunarsveitin á Hvammstanga var þá kölluð út sem fór á slöngubáti og náði bátnum á flot og dró hann til hafnar.

Skrúfa bátsins skemmdist eitthvað en ekki báturinn sjálfur og því þurfti að draga hann til hafnar eftir að hann hafði náðst af strandstað.

Gott veður var á svæðinu og því engin hætta á ferðum. Ekki er vitað af hverju bátinn bar af leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×