Fótbolti

EM í dag: Agla María, bæði nöfnin og ekkert annað

Ritstjórn skrifar
Stelpurnar okkar ferðast til Doetinchem og strákarnir fylgja þeim eftir, þó ekki á tréklossum eins og myndin gefur til  kynna.
Stelpurnar okkar ferðast til Doetinchem og strákarnir fylgja þeim eftir, þó ekki á tréklossum eins og myndin gefur til kynna. Vísir
Rúmur sólarhringur er í að stelpurnar okkar mæti Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hollandi. Spennan er að magnast og okkar menn velta málum fyrir sér.

Dómgæslan á mótinu, meiðsli Maríu Þóris og grillveisla hjá Fjalla 5000 ber á góma. Þá er farið í saumana á því af hverju maður á ekki að kalla Öglu Maríu Albertsdóttur Öglu Maríu, ekki Öglu. Agla María skal það vera og strákarnir reikna með henni í byrjunarliðið á morgun eftir frábæra frammistöðu gegn Sviss.

Þá veita okkar menn innsýn í lífið í smábænum Putten þar sem lífið snýst um að hekla, hjóla og kindasýningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×