Innlent

Alelda bíll á bílastæði SÁÁ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sjá má á myndinni lagði mikinn reyk frá bílnum.
Eins og sjá má á myndinni lagði mikinn reyk frá bílnum. vísir
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú á þriðja tímanum vegna bíls sem var alelda á bílastæði SÁÁ við Stórhöfða. Slökkviliðið fór á staðinn og slökkti í bílnum en á meðan það var enn við vinnu á vettvangi kom útkall í álverið í Straumsvík.

Allir bílar voru þá sendir í það verkefni þar sem tilkynnt var um eld og reyk í álverinu samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra en þegar í ljós kom að ekki væri hætta á ferðum í álverinu og útkallið minniháttar voru bílar sendir til baka.

Þá var aftur kominn upp eldur í bílnum á Stórhöfða og fór slökkviliðið því aftur á staðinn til að slökkva eldinn.

Annar bíll sem var við hliðina á bílastæðinu brann einnig þar sem eldurinn smitaði út frá sér eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Eldurinn úr bílnum sem kviknaði í læsti sig í hinn bílinn og brann hann einnig.vísir/jói k
Bílarnir voru á bílastæðinu við Vog, sjúkrahús SÁÁ.vísir/jói k
Eins og sést eru báðir bílarnir rústir einar.vísir/jói k
Slökkviliðið slökkti eldinn í báðum bílunum.vísir/jói k



Fleiri fréttir

Sjá meira


×