Enski boltinn

Robertson orðinn leikmaður Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Robertson með Liverpool-treyjuna sína.
Andy Robertson með Liverpool-treyjuna sína. Vísir/Getty
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á vinstri bakverðinum Andy Robertson frá Hull City.

Liverpool borgar átta milljón pund fyrir leikmanninn en kaupverðið gæti hækkað upp í tíu milljónir punda nái strákurinn ákveðnum markmiðum.

Andy Robertson er 23 ára gamall og verður þriðji leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín í sumar.

Liverpool hefur einnig fengið sóknarmennina Mohamed Salah frá Roma og Dominic Solanke frá Chelsea.

Robertson er skoskur landsliðmaður en hann hefur verið í herbúðum Hull City frá 2014.

„Þetta er svolítið súeralískt núna en auðvitað er ég ánægður. Það eru búið að vera mikið um vangaveltur á síðustu vikum en ég er mjög feginn að þetta sé loksins gengið í gegn. Ég er orðinn leikmaður Liverpool,“ sagði Andy Robertson í viðtali við LFC TV.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×