Golf

Guðrún Brá efst á nýju vallarmeti á Íslandsmótinu í golfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir
Heimakonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er með tveggja högga forystu í kvennaflokki eftir annan dag á Íslandsmeistaramótinu í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði

„Munurinn á þessum hring í dag og í gær var í raun ein hola sem ég lék illa í gær. Í dag setti ég fleiri pútt ofaní eftir innáhöggin og ég er sátt með vallarmetið. Það er útlit fyrir spennandi keppni framundan,“ sagði Guðrún Brá.

Guðrún Brá lék frábært golf í dag þegar hún kom inn á -4 eða 67 höggum. Hún bætti sig mikið frá því í gær þar sem hún lék á 75 höggum eða +4. Guðrún Brá er með tveggja högga forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni og Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR fyrir þriðja hringinn.

Guðrún Brá hefur aldrei fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi en Valdís Þóra hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum.

Guðrún Brá fékk fimm fugla og aðeins einn skolla og setti nýtt vallarmet með því að leika á 67 höggum.  

Efstu konur eftir fyrstu tvo dagana á Íslandsmótinu í golfi:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-67) 142 högg {Par}

2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (70-74)    144 högg  {+2}

3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (69-75) 144 högg {+2}

4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-72) 148 {+6}

5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG (74-76) 150 {+8}




Fleiri fréttir

Sjá meira


×