Enski boltinn

Sex efstir og jafnir í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Bóasson úr Keili.
Axel Bóasson úr Keili. Mynd/GSÍmyndir/Seth
Spennan er gríðarleg í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði þegar mótið er hálfnað.

Eins og staðan er núna eru sex kylfingar efstir og jafnir á fimm höggum undir pari samtals en keppni í karlaflokki lýkur ekki fyrr en um klukkan níu í kvöld.

Axel Bóasson úr Keili náði frábærri fugla hrinu með þremur fuglum í röð á lokaholum dagsins á Hvaleyrarvelli í dag. Hann lék á 68 höggum eða -3.

Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG lék á -4 í dag og blandaði sér í baráttuna um sigurinn ásamt fleiri kylfingum. Eins og áður segir er keppni ekki lokið í karlaflokki í dag og gæti staðan breyst þegar líður á daginn.

„Pútterinn datt í gang á 13. flöt og ég náði mér aðeins á strik eftir það. Ég er ánægður með lokakaflann í dag og gott að fá þrjá fugla í röð en fram að því hafði ég varla sett neitt merkilegt pútt ofaní. Það verður spennandi keppni framundan og gaman að sjá hversu margir eru að leika undir pari vallar,“ sagði Axel Bóasson úr Keili eftir hringinn í dag.  



Staðan eins og hún var klukkan 17.00 í dag:

1.- 6. Axel Bóasson, GK (69-68) 137 högg -5

1.- 6. Ólafur Björn Loftsson, GKG (69-68) 137 högg -5

1.- 6. Andri Þór Björnsson, GR (68-69) 137 högg -5

1.- 6. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (68-69) 137 högg -5

1.- 6.  Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (67-70) 137 högg -5

1.- 6.  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (66-71) 137 högg -5

7. Aron Snær Júlíusson, GKG (71-67) 138 högg -4

8.-10. Gísli Sveinbergsson, GK (70-69) 139 högg -3

8.-10. Haraldur Franklín Magnús, GR (69-70) 139 högg    -3

8.-10. Vikar Jónasson, GK (65-74) 139 högg -3

11.-13. Andri Már Óskarsson, GHR (71-69) 140 högg -2

11.-13. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-70) 140 -2

11.-13. Theodór Emil Karlsson, GM (70-70) 140 högg -2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×