Lífið

Gleypti fyrstu tönnina sem ég missti

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ég var að missa fjórðu tönnina mína, núna framtönn, það var vont að bíta í epli þegar hún var mjög laus, segir Auður.
Ég var að missa fjórðu tönnina mína, núna framtönn, það var vont að bíta í epli þegar hún var mjög laus, segir Auður. Vísir/Anton
Auður Alma Brink Antonsdóttir er sjö ára og það besta við sumarið finnst henni að leika við Melkorku og Dýrleifu, vinkonur sínar, úti í góða veðrinu.

Hvernig leikur þú þér helst?

Úti á trampólíni að fara heljarstökk og búa til hús úr púðum og teppum. Og að hjóla.

Finnst þér gaman að ferðast?

Já, það er gaman en mér finnst ekki skemmtilegt að keyra mjög lengi. Mér finnst mjög gaman að fara í útilegu og sofa í tjaldi.

Hefur þú áhuga á íþróttum?

Já, ég æfði fimleika í vetur og prófaði fótbolta í sumar.

Auður kann að meta sumarið og fara í útilegur. Vísir/Anton
Áttu þér uppáhaldsdýr?

Kisa er uppáhaldsdýrið mitt, mig langar mikið að eignast lítinn kettling.

Hver er besta bók sem þú hefur lesið?

Nei, sagði litla skrímslið.

Uppáhaldsmaturinn?

Ristað brauð á Mokka og sætir kirsjuberjatómatar.

Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig?

Þegar ég gleypti fyrstu tönnina sem ég missti þegar ég var að hoppa í sófanum. En ég var að missa fjórðu tönnina mína, núna framtönn, það var vont að bíta í epli þegar hún var mjög laus en núna er það allt í lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×