Innlent

Vingjarnlegu sölumennirnir handteknir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sölumennirnir voru handteknir í fyrradag.
Sölumennirnir voru handteknir í fyrradag. vísir/eyþór
Sölumennirnir tveir sem lögregla varaði við í síðustu viku hafa verið handteknir. Þeir eru grunaðir um fjársvik með því að selja fatnað sem reyndist ekki vera í þeim gæðaflokki sem fullyrt var.

Mennirnir eru erlendir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri og í varnarorðum lögreglunnar í síðustu viku sagði að um væri að ræða vingjarnlega sölumenn.

Lagt var hald á nokkra tugi jakka á á heimili þeirra. Eins var þar að finna fjármuni, en lögreglan hefur skilað peningum til eins viðskiptavina sölumannanna, en sá hafði keypt af þeim nokkra jakka.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að aðferðir þessara sölumanna séu vel þekktar, og að starfsbræður þeirra hafi sömuleiðis komið við sögu hjá lögregluliðum í öðrum löndum.  


Tengdar fréttir

Lögreglan varar enn við vingjarnlegum sölumönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar varnaðarorð sín til þeirra sem íhuga að eiga viðskipti við vingjarnlega, erlenda sölumenn sem bjóða vandaðan fatnað til sölu á mjög hagstæðu verði, en grunur leikur á að varningurinn sé ekki í þeim gæðaflokki sem fullyrt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×