Fótbolti

EM í dag: Peningar undir borðinu sem ættu að fara í stelpurnar

Ritstjórn skrifar
Dagný Brynjarsdóttur og Ramona Bachmann verða í eldlínunni í dag en báðar eru algjörir lykilmenn í landsliðum sínum.
Dagný Brynjarsdóttur og Ramona Bachmann verða í eldlínunni í dag en báðar eru algjörir lykilmenn í landsliðum sínum. Vísir
Okkar menn eru á þjóðlegum nótum á leikdag. Óðum styttist í að flautað verði til leiks í Doetinchem þar sem stelpurnar okkar mæta Sviss í öðrum leik sínum í C-riðli á EM í Hollandi.

Strákarnir ræða stöðu Sviss sem er með frábært landslið þrátt fyrir að vera ekki stórveldi í kvennaknattspyrnu. Grófu íslensku stelpurnar eru til umræðu og af hverju UEFA og FIFA ættu að setja meiri pening í kvennaboltann.

Ítarlega verður fjallað um viðureign Íslands og Sviss á Vísi í allan dag. Hann verður svo að sjálfsögðu gerður upp í fyrramálið á Vísi í brakandi ferskum EM í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×