Innlent

Kona hrasar í Bláhnjúk við Landmannalaugar

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveitarmenn þurfa að aðstoða konuna að sjúkrabíl.
Björgunarsveitarmenn þurfa að aðstoða konuna að sjúkrabíl.
Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landsmannalaugum eru nú að aðstoða konu sem hrasaði við göngu í Bláhnjúk.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að konan geti ekki gengið að sjálfsdáðum, en að vettvangurinn sé í þó nokkrum bratta og því þurfi að aðstoða hana að sjúkrabíl.

„Um klukkan hálf eitt í dag var óskað eftir frekari aðstoð frá sveitum úr byggð og einnig er björgunarsveitarfólk sem var á svæðinu á leiðinni í verkefnið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×