Fótbolti

Mamma þjálfarans, goðsagnir og krúttsprengjur í Fan Zone | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar
Þessar konur voru heldur betur hressar.
Þessar konur voru heldur betur hressar. vísir/tom
Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Fan Zone-ið eða stuðningsmannasvæðið við ströndina í Doetinchem í dag þar sem leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.00.

Íslendingar á svæðinu eru um 3.000 og voru allir glaðbeittir í góða veðrinu í Doetinchem í dag. Stuðningsmannasvæðið er margfalt betra en í Tilburg og þar hægt að fá góðan mat og kalda drykki.

Leiktæki eru úti um allt fyrir börnin og svo púðar til að slaka á í sólinni. Nokkrir fótboltavellir eru til staðar og svo er hægt að fara í strandblak.

Innslag frá stuðningsmannasvæðinu má sjá í klippunni og fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir úr stemningunni.

Vísir var á stuðningsmannasvæðinu í dag og rakst þar meðal annars á landsliðsgoðsagnirnar Olgu Færseth, Ásthildi Helgadóttur og Guðna Bergsson, formann KSÍ. Þar var einnig móðir Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska landsliðsins.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá stemningunni í dag og neðst er svo myndaveisla.

Vísir
Ásthildur Helgadóttir í símanum.vísir/tom
Katrín Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, með manni sínum Þorvaldi Makan.vísir/tom
Þessar krúttsprengjur fóru á kostum í beinni á Vísi.vísir/tom

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×