Innlent

Konunni sem hrasaði við Bláhnjúk bjargað

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma konunni af vettvangi.
Kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að koma konunni af vettvangi. Smári Sigurðsson
Björgunarsveitinni tókst að koma konunni sem hrasaði á göngu við Bláhnjúk af vettvangi. Aðgerðinni er nú lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa Landsbjargar.

Björgunarsveitinni reyndist erfitt að koma konunni af vettvangi og í sjúkrabíl og var því óskað eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um hálf þrjú var konan komin um borð í þyrluna sem flutti hana af vettvangi slysstaðarins.

Um hálf þrjú leytið var göngukonan komin um borð.Smári Sigurðsson
Björgunarsveitarfólki sem var á leið á vettvang úr byggð var snúið við.Smári Sigurðsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×