Enski boltinn

Arnautovic kominn til West Ham

Elías Orri Njarðarson skrifar
Arnautovic er mættur til London
Arnautovic er mættur til London mynd/heimasíða west ham
Austuríski framherjinn, Marko Arnautovic, hefur gengið til liðs við West Ham frá Stoke City fyrir metfé.

Arnautovic kom til Stoke árið 2013 frá Werder Bremen í Þýskalandi og hefur spilað 145 leiki fyrir Stoke og skorað 26 mörk.

Arnautovic, sem er 28 ára gamall, skrifar undir fimm ára samning við West Ham. Hann er þriðju kaup félagsins á stuttum tíma en Joe Hart og Pablo Zabaleta gengu báðir til liðs við West Ham á dögunum frá Manchester City.

Kaupverðið er talið vera um 20 milljónir punda ásamt því að árangurstengdar klásúlur eru í samningnum og gæti því upphæðin hækkað upp í 25 milljónir punda.

Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, er duglegur á leikmannamarkaðnum um þessar mundir en búst er við að mexíkóski framherjinn Javier Hernandez, sem lék með Manchester United, sé á leiðinni til West Ham frá Bayer Leverkusen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×