Erlent

Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Richardson neitar sök. Hér má sjá mynd af hæstarétti í Ohio.
Richardson neitar sök. Hér má sjá mynd af hæstarétti í Ohio. Vísir/afp
Brooke Skylar Richardson er átján ára kona frá Ohio í Bandaríkjunum, sem ákærð hefur verið fyrir að grafa ungabarn lifandi fyrir utan heimili fjölskyldu sinnar. Hún segist saklaus af öllum ákæruliðum. Time greinir frá.

Lögmaður stúlkunnar segir hana verið mjög góða manneskju sem hafi meðal annars unnið með fötluðu fólki.

Saksóknari segir kæruna byggða á þeim sönnunargögnum  að barnið hafi fæðst lifandi en ekki andvana. Barnið er sagt hafa dáið þann 7. maí síðastliðinn en fannst grafið þann 14. júlí eftir að lögreglu barst ábending um málið.

Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×