Golf

Þrjár deila efsta sætinu á Íslandsmótinu í höggleik

Elías Orri Njarðarson skrifar
Valdís Þóra á vellinum í dag
Valdís Þóra á vellinum í dag mynd/seth@golf.is
Þriðji dagur á Íslandsmótinu í höggleik er spilaður í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði.

Öðrum degi lauk í gær og fór svo að Axel Bóasson er efstur í karlaflokki á samtals 9 höggum undir pari en á eftir honum koma Haraldur Franklín Magnús og Fannar Ingi Steingrímsson sem eru jafnir á höggum, báðir á 6 höggum undir pari. Vikar Jónsson kemur svo á eftir þeim á 5 höggum undir pari.

Kvennamegin eru það Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir allar jafnar á 8 höggum yfir pari. Næst á eftir þeim kemur Helga Kristín Einarsdóttir á 12 höggum yfir pari. Þannig baráttan um toppsætið verður jöfn og spennandi á lokadegi mótsins.

Hægt er að fylgjast nánar með mótinu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×