Fótbolti

Lærisveinar Ólafs steinlágu fyrir dönsku meisturunum | Kristinn Freyr og Árni báðir í byrjunarliðum

Elías Orri Njarðarson skrifar
Hannes Þór og liðsfélagar hans töpuðu á móti FCK
Hannes Þór og liðsfélagar hans töpuðu á móti FCK visir/getty
Halmstad- GIF Sundsvall 2-2



Halmstad og GIF Sundsvall skildu jöfn 2-2 í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sundsvall sat í 13. sæti fyrir leik með 14 stig og Halmstad í sætinu fyrir neðan með 8 stig.

Kristinn Freyr Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Sundsvall en fór af velli á 66. mínútu.

Heimamenn í Halmstad komust yfir strax á 12. mínútu með marki frá Marcusi Mathisen. Þeir bættu svo við öðru marki sínu eftir 27 mínútna leik og útlitið ekki gott fyrir Sundsvall.

Eric Larsson lagaði svo stöðuna 2-1 á 39. mínútu þegar að hann minnkaði muninn og leikurinn jafnaðist út.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks jafnaði svo Marcus Danielsson metin fyrir Sundsvall og staðan var 2-2 þegar flautað var til hálfleiks.

Marcus Mathiesen fékk svo sitt annað gula spjald á 70. mínútu og Halmstad spiluðu því einum manni færri seinstu 20 mínúturnar en leikmenn Sundsvall náðu ekki að nýta sér muninn og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Malmö- Jönköpings 2-0

Árni Vilhjálmsson og félagar í Jönköpings mættu í heimsókn til Malmö.

Malmö sat í efsta sæti deildarinnar fyrir leik með sex stiga forskot á AIK meðan að Jönköpins sátu í 12 sætinu.

Árni Vilhjálmsson var í fremstu víglínu Jönköpings en var skipt útaf eftir aðeins rúmlega 20 mínútna leik.

Hvorugt liðanna náði að skora í fyrri hálfleik og stíflan brást ekki fyrr en á 67. mínútu þegar að Anders Christiansen kom Malmö yfir.

Magnus Wolff Eikrem kom svo Malmö í tveggja marka forystu þegar að hann skoraði á 74. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki, góður sigur Malmö sem tryggðu sér gott forskot á AIK í toppbaráttunni.



Randers FC- FC Kobenhavn 0-3

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar steinlágu fyrir dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.  Bæði lið voru með eitt stig eftir fyrstu umferðina fyrir leikinn.

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers í leiknum. Pieros Sotiriou kom meisturunum yfir strax á 9. mínútu leiksins með fínu skallamarki. Staðan var 0-1 þegar að blásið var til loka fyrri hálfleiks.

Andrija Pavlovic jók svo forskot FCK þegar að hann skoraði annað mark liðsins eftir sendingu frá Benjamin Verbic.

Pieros Soitriou bætti svo við sínu öðru marki í leiknum og þriðja marki FCK í uppbótartíma.

Randers situr í 10. sæti deildarinnar eftir leikinn í dag en umferðin klárast svo á morgun með fimm leikjum. FCK situr eins og er á toppi deildarinnar með 4 stig en lið Bröndby á leik á morgun og getur með sigri hreppt fyrsta sætið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×