Fótbolti

Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Agla María horfir niðurlút á andstæðingin fagna sigri í kvöld.
Agla María horfir niðurlút á andstæðingin fagna sigri í kvöld. Vísir/getty
 „Jú, þetta er mjög svekkjandi. Við komumst yfir og það var mjög fúlt að fá á okkur tvö mörk,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, aðspurð hvort stemmingin hefði verið niðurlút eftir 1-2 tap gegn Sviss í viðtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Hollandi.

„Við erum með mjög gott lið varnarlega séð og ég átti von á því að þetta eina mark myndi duga okkur til í dag en svona fór þetta bara. Holningin á liðinu leit vel út eftir markið hjá Fanndísi og það var mjög svekkjandi að fá mark á sig á þeim tímapunkti.“

Agla byrjaði á varamannabekknum í dag.

„Auðvitað vill maður alltaf byrja inn á en ég var ákveðin í að koma inn á og reyna að hafa áhrif á þennan leik. Ég reyndi að koma með kraft inn af bekknum.“

Það var engan bilbug að finna á henni þrátt fyrir tapið.

„Við ætlum að vinna þann leik og sjá hvað það gefur okkur, það er enn möguleiki á að komast áfram.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×