Enski boltinn

Wayne Rooney skoraði annan leikinn í röð

Elías Orri Njarðarson skrifar
Wayne Rooney er að minna á sig hjá Everton
Wayne Rooney er að minna á sig hjá Everton visir/getty
Wayne Rooney skoraði annan leikinn í röð fyrir Everton þegar að þeir mættu Genk í 1-1 jafntefli í Belgíu.

Rooney, sem sneri aftur til Everton eftir 13 ára fjarveru, skoraði í fyrsta leiknum sínum með Everton á móti Gor Mahia og heldur áfram að skora mörk en hann gerði eina mark Everton í dag.

Framherjinn knái sem hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarin ár, er að byrja vel í treyju Everton og spennandi verður að sjá hvort hann muni vera aðalmaðurinn í liði Everton á næst komandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Sandro Ramierz byrjaði leikinn við hlið Rooney og lagði upp markið hans, en Ramirez er einnig nýbúinn að ganga til liðs við félagið.

Jordan Pickford stóð vaktina vel í marki Everton, varði þrisvar mjög vel og endaði með að halda marki sínu hreinu en hann fór af velli í hálfleik fyrir Maarten Stekelenburg.

Mbwana Samata jafnaði metin fyrir Genk á 55. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Everton á svo leik á fimmtudag í Evrópudeildinni á móti Ruzomberok frá Slóvakíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×