Fótbolti

Ísland úr leik á EM eftir jafntefli Frakklands og Austurríkis

Ísland er dottið úr leik á EM.
Ísland er dottið úr leik á EM. visir/getty

Ísland er úr leik á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi, eftir að í ljós kom að Frakkland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik dagsins í C-riðlinum.

Ísland hefur tapað  báðum leikjunum sínum á mótinu, sem varð til þess að Ísland þurfti að treysta á að Frakkland myndi leggja Austurríki af velli til þess að eiga von á að komast áfram.

Eftir leiki dagsins er Austurríki með 4 stig ásamt Frökkum og bæði liðin eru með sömu markatölu. Í þriðja sætinu er Sviss með 3 stig sem þær sóttu eftir að hafa sigrað Ísland 2-1 fyrr í dag. Ísland er svo á botni riðilsins með 0 stig sem er gríðarlega svekkjandi niðurstaða fyrir Ísland.

Austuríki komst yfir á 27. mínútu með marki frá Lisu Makas en Frakkar jöfnuðu með marki frá Amadine Henry á 51. mínútu.

Næsti leikur Íslands er á móti Austurríki á miðvikudaginn og það er ekkert annað í boði en að klára mótið með stæl og sækja þrjú stig í Rotterdam.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.