Fótbolti

Ísland úr leik á EM eftir jafntefli Frakklands og Austurríkis

Ísland er dottið úr leik á EM.
Ísland er dottið úr leik á EM. visir/getty
Ísland er úr leik á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram í Hollandi, eftir að í ljós kom að Frakkland og Austurríki gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik dagsins í C-riðlinum.

Ísland hefur tapað  báðum leikjunum sínum á mótinu, sem varð til þess að Ísland þurfti að treysta á að Frakkland myndi leggja Austurríki af velli til þess að eiga von á að komast áfram.

Eftir leiki dagsins er Austurríki með 4 stig ásamt Frökkum og bæði liðin eru með sömu markatölu. Í þriðja sætinu er Sviss með 3 stig sem þær sóttu eftir að hafa sigrað Ísland 2-1 fyrr í dag. Ísland er svo á botni riðilsins með 0 stig sem er gríðarlega svekkjandi niðurstaða fyrir Ísland.

Austuríki komst yfir á 27. mínútu með marki frá Lisu Makas en Frakkar jöfnuðu með marki frá Amadine Henry á 51. mínútu.

Næsti leikur Íslands er á móti Austurríki á miðvikudaginn og það er ekkert annað í boði en að klára mótið með stæl og sækja þrjú stig í Rotterdam.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×