Enski boltinn

Danilo genginn til liðs við Manchester City

Elías Orri Njarðarson skrifar
Danilo eftir að hafa skrifað undir hjá City
Danilo eftir að hafa skrifað undir hjá City mynd/heimasíða manchester city
Danilo, sem lék með Real Madrid á síðasta tímabili er genginn í raðir Manchester City.

Danilo sem er 26 ára fjölhæfur hægri bakvörður, mun styrkja lið City töluvert en talið er að kaupverðið sé um 26.5 milljónir punda.

City eru í æfingaferð í Bandaríkjunum en Danilo fór í læknisskoðun þar í landi og skrifaði svo í kjölfarið undir fimm ára samning. Hann kemur svo beint inn í hópinn til æfinga og gæti mætt sínum gömlu liðsfélögum á miðvikudaginn.

Það verður því hörð samkeppni um hægri bakvarðastöðuna í liðinu eftir komu Danilo, en Kyle Walker gekk til liðs við City fyrir 50 milljónir punda frá Tottenham Hotspur fyrir nokkrum dögum og verður spennandi að sjá hver verður fyrsti kostur Pep Guardiola á næst komandi leiktíð á Englandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×