Innlent

Háskalegur leikur: Brúðarmyndataka á brattri klöpp við Gullfoss

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Það er greinilega margt lagt á sig til að ná hinni fullkomnu mynd.
Það er greinilega margt lagt á sig til að ná hinni fullkomnu mynd. Ingi Gunnarsson
Ferðamenn sáust í dag klifra yfir merkta girðingu við Gullfoss til að láta taka af sér myndir. Ferðamennirnir voru á staðnum með sérstökum ljósmyndara og leikstjóra að sögn sjónarvotta en þau voru að láta taka brúðarmyndir af sér í íslenskri náttúrunni.

„Þau klifruðu yfir girðinguna og tylltu sér á brúnina,“ segir Ingi Gunnarsson sjónarvottur, sem var þar ásamt fleirum að skoða sig um. Mest hafi verið um erlenda ferðamenn á svæðinu sem einnig voru undrandi yfir þessu.



Brúðhjónin klifra yfir girðinguna.Ingi Gunnarsson
„Það var búið að taka mynd af þeim við Geysi þarna áður,“ segir Ingi í samtali við Vísi.

Ingi segir að ekki hafi verið haft samband við lögreglu. Hann nefnir jafnframt að enginn vörður hafi verið sjáanlegur og enginn hafi haft afskipti af þeim.

Aðspurður hvort að parið hafi áttað sig á því hversu hættulegt þetta var segir Ingi að það hljóti að vera. Þetta hafi verið merkt sérstaklega.

„Þannig að það hlýtur að hafa áttað sig á því,“ segir Ingi.

Leikstjórinn stillir þeim upp.Ingi Gunnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×