Innlent

Ölvaður maður handtekinn í brúðkaupi eftir að hafa brotið vask

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun við akstur.
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á þriðja tímanum í nótt ölvaðan mann í brúðkaupsveislu þar sem hann hafði „verið til leiðinda“ og brotið vask á staðnum.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa.

Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt var lögreglu tilkynnt um mann sem hafði fallið fimm metra við Marteinslaug í Grafarholtshverfi. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en hann var með áverka á höfði. Málið er í rannsókn.

Upp úr klukkan þrjú var lögreglu tilkynnt um slagsmál í miðbænum, þar sem einn maður var skallaður. Hann leitaði aðhlynningar á slysadeild en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þá hafði lögregla einnig afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×