Enski boltinn

Mourinho: De Gea verður áfram

Elías Orri Njarðarson skrifar
David de Gea verður áfram hjá Manchester United.
David de Gea verður áfram hjá Manchester United. visir/getty
Jose Mourinho, þjálfari Manchester United, hefur gefið út að markvörður liðisins David de Gea verði áfram hjá félaginu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Spánverjans hjá United, en Mourinho staðfesti við Sky Sports að markvörðurinn verði 100% áfram hjá félaginu.

de Gea, sem er 26 ára, kom til Manchester United frá Atletico Madrid árið 2011 og hefur fest sig í sessi sem einn af betri markvörðum heims, hann hefur leikið um 200 leiki fyrir enska liðið og 21 landsleik fyrir Spán.

Real Madrid ku hafa mikinn áhuga á því að fá spænska markvörðinn til liðs við sig en ljóst er að það þurfi mikið til þess að hann yfirgefi enska stórliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×