Fótbolti

Tveir leikmenn El Salvador í leikbann fyrir að bíta leikmenn Bandaríkjanna

Elías Orri Njarðarson skrifar
Jozy Altidore fékk að finna fyrir því í leiknum
Jozy Altidore fékk að finna fyrir því í leiknum visir/getty
Tveir landsliðsmenn El Salvador í knattspyrnu eru búnir að fá leikbann fyrir hegðun sína í leik gegn Bandaríkjunum í CONCACAF Gullbikarnum.

Henry Romero og Darwin Ceren fengu báðir leikbönn en Romero fékk sex leikja bann fyrir að bíta Jozy Altidore, framherja Bandaríkjanna og fyrir að hafa snúið upp á geirvörtu framherjans í leiknum.

Darwin Ceren, fékk þriggja leikja bann fyrir að bíta Omar Gonzalez, varnarmann Bandaríkjanna í sama leik.

Bandaríkin unnu leikinn 2-0 en í marki El Salvador stóð Derby Carillo, markvörður ÍBV í Pepsí-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×