Fótbolti

Kjartan Henry og félagar lögðu Lyngby að velli

Elías Orri Njarðarson skrifar
Kjartan Henry að stinga Hallgrím af í leiknum í dag.
Kjartan Henry að stinga Hallgrím af í leiknum í dag. visir/getty
AC Horsens og Lyngby mættust í dag í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Hjá heimamönnum í Horsens var Kjartan Henry Finnbogason á sínum stað í byrjunarliðinu og hjá gestunum í Lyngby var Hallgrímur Jónasson í hjarta varnarinnar.

Eftir 35. mínútur komust heimamenn yfir með marki frá Simon Okosun og tíu mínútum síðar, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, bætti Lasse Kryger öðru marki Horsens við og öruggt forskot Horsens í hálfleik.

Þegar 15 mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum skoraði Mads Bech þriðja mark Horsens og útlitið orðið svart fyrir Lyngby.

Jesper Christjansen lagaði stöðuna á 68. mínútu þegar að hann skoraði eina mark Lyngby í leiknum.

Tobias Arndal skoraði svo fjórða mark Horsens á 78. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir fleiri góð marktækifæri og góður sigur Horsens í höfn.

Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn hjá Horsens en Hallgrími Jónassyni var skipt útaf á 79. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×