Enski boltinn

Leikmenn West Ham vonast eftir víkingaklappi á Laugardalsvelli | Myndband

Íslensku stuðningsmennirnir taka víkingaklappið á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í gær.
Íslensku stuðningsmennirnir taka víkingaklappið á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í gær. vísir/getty
Leikmenn West Ham hlakkar mikið til að heyra víkingaklappið þegar þeir mæta Manchester City á Laugardalsvelli föstudaginn 4. ágúst næstkomandi.

Í myndbandinu sem sjá má hér að neðan ávarpa nokkrir leikmenn West Ham íslenska aðdáendur sína og velski miðvörðurinn James Collins óskar þess sérstaklega að áhorfendur á Laugardalsvellinum taki víkingaklappið.

Collins sá víkingaklappið á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í fyrra og hrósar stuðningsmönnum íslenska liðsins fyrir framgöngu þeirra á mótinu.

Leikmenn West Ham og City koma til Íslands fimmtudaginn 3. ágúst og munu miðaeigendur geta séð bæði lið á æfingum á Laugardalsvelli undir lok dagsins auk þess að eiga möguleika á að hitta leikmenn að æfingu lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×