Enski boltinn

Gary Cahill nýr fyrirliði Chelsea

Elías Orri Njarðarson skrifar
Gary Cahill á ferðinni í leik með Chelsea í FA bikarnum
Gary Cahill á ferðinni í leik með Chelsea í FA bikarnum visir/getty
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur útnefnt nýjan fyrirliða félagsins eftir að John Terry yfirgaf það fyrr í mánuðnum.

Gary Cahill er nýr fyrirliði Chelsea en varnarmaðurinn sterki hefur verið hjá félaginu síðan árið 2012 og hefur verið varafyrirliði undanfarin tímabil.

Þetta er stórt skarð að fylla í en John Terry hafði verið fyrirliði Chelsea síðan árið 2006, en hann er nú orðinn fyrirliði Aston Villa í Championship deildinni.

Cahill, sem er 31 árs gamall, hefur leikið 162 leiki fyrir Chelsea og skorað 13 mörk ásamt því að hafa spilað 55 landsleiki fyrir enska landsliðið en hans landsliðsferill hófst árið 2010.

Lið Chelsea er á fullu í að undirbúa sig fyrir komandi tímabil á Englandi en þeir unnu öruggan 3-0 sigur á Arsenal í gær.




Tengdar fréttir

Chelsea sigraði Arsenal í Peking

Michy Batshuayi skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í 3-0 sigri á Arsenal í vináttuleik sem spilaður var í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×