Innlent

Búið er að opna aðra akreinina á Ólafsfjarðarvegi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikið brak úr ökutækjum er á veginum og verður hann lokaður um tíma af þeim sökum.
Mikið brak úr ökutækjum er á veginum og verður hann lokaður um tíma af þeim sökum. vísir/eyþór
Búið er að loka Ólafsfjarðarvegi eftir að umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi við Syðri Haga. Þessu vill Lögreglan á Norðurlandi eystra koma á framfæri.

Tveir bílar lentu saman og var annar þeirra með hjólhýsi í eftirdragi.

Lögreglan segir að fólkið sé ekki alvarlega slasað en að mikið brak úr ökutækjunum sé á veginum. Veginum verður lokaður um tíma af þeim sökum.



Uppfært kl. 18.24: Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að búið sé að opna aðra akreinina og að bílum sé hleypt í gegn með umferðarstjórn. Fólk má búast við einhverjum töfum á svæðinu.

Lögreglan þakkar þolinmæðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×