Fótbolti

Sverrir Ingi kom ekki við sögu í tapi FC Rostov

Elías Orri Njarðarson skrifar
Sverrir í leik með íslenska landsliðinu
Sverrir í leik með íslenska landsliðinu visir/getty
FC Rostov fékk FK Akhmat í heimsókn til sín í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sverrir Ingi Ingason sem gekk til liðs við FC Rostov á dögunum, frá Granada á Spáni, sat allan tímann á varamannabekknum í kvöld.

Leikurinn var tíðindalítill en það þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan markalaus.

Það var ekki fyrr en á 54. mínútu þegar að Zaur Sadaev braut ísinn og kom gestunum í FK Akhmat yfir í leiknum og það var eina mark leiksins.

Lið Sverris situr í 11. sæti eftir leikinn meðan að FK Akhmat situr í fjórða sæti deildarinnar þegar að tveimur umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×