Enski boltinn

Van Dijk skilinn eftir heima

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van Dijk er sagður í miklum metum hjá Klopp.
Van Dijk er sagður í miklum metum hjá Klopp. vísir/getty
Hollendingurinn Virgil van Dijk, fyrirliði Southampton, fer ekki með liði sínu í æfingaferð til Frakklands.

Van Dijk hefur verið orðaður við Liverpool í sumar en forráðamenn Southampton sökuðu Liverpool um að ræða ólöglega við leikmanninn.

Liverpool baðst afsökunar vegna þessa og hætti að eltast við Van Dijk.

Hollendingurinn er þó enn afar áhugasamur um að fara til Bítlaborgarinnar ef marka má fréttir í Englandi og hefur verið að æfa einn að undanförnu.

Manuel Pellegrini, stjóri Southampton, sagði í síðustu viku að það sé vegna þess að hugarfar Van Dijk sé ekki 100 prósent. Ekki virðist það hafa skánað síðan þá miðað við síðustu fréttir.

Liverpool Echo birtir í dag frétt þess efnis að Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi enn áhuga á Van Dijk og að félagið sé reiðubúið að gera hann að dýrasta varnarmanni heims - en aðeins ef forráðamenn Southampton eru viljugir í samningaviðræður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×