Enski boltinn

Mendy orðinn dýrasti varnarmaður heims

Benjamin Mendy er orðinn leikmaður Manchester City.
Benjamin Mendy er orðinn leikmaður Manchester City. Vísir/Getty
Benjamin Mendy er genginn í raðir Manchester City en félagið staðfesti það á Twitter-síðu sinni í dag.

Mendy er 23 ára vinstri bakvörður sem sló í gegn með franska liðinu Monaco í vetur. Hann kostar félagið 52 milljónir punda, jafnvirði 7,1 milljarðs króna.

City hefur farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum í sumar og er Mendy fimmti leikmaðurinn sem félagið kaupir. City er til að mynda kominn með nýtt bakvarðapar en félagið keypti á dögunum hægri bakvörðinn Kyle Walker frá Tottenham fyrir 45 milljónir punda.

Á móti eru þeir Gael Clichy, Pablo Zabaleta og Aleksandar Kolarov allir farnir frá City.

Þá eru þeir Bernando Silva, Ederson Moraes og Danilo einnig komnir til City sem ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð.

Mendy verður því væntanlega með í för þegar Manchester City mætir West Ham á Laugardalsvelli þann 4. ágúst næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×