Erlent

Lögreglan í Sviss birtir mynd af árásarmanninum sem gengur enn laus

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem lögreglan í Sviss birti af árásarmanninum nú áðan.
Mynd sem lögreglan í Sviss birti af árásarmanninum nú áðan. vísir/epa
Lögreglan í Sviss hefur birt mynd af manni sem réðst á fólk með keðjusög í bænum Schaffhausen í dag en fimm eru særðir eftir árásina, þar af tveir alvarlega.

Maðurinn gengur laus og fer nú fram víðtæk leit að honum en lögreglan hefur varað almenning við honum þar sem hann er talinn hættulegur.

Að því er fram kemur í frétt BBC telur lögreglan ekki að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Búið er að loka miðborg Schaffhausen þar sem árásin var gerð og þá hefur verslunum á svæðinu verið lokað.

Tilkynning um árásina barst klukkan 10:39 að staðartíma í morgun. Á blaðamannafundi lögreglunnar í dag kom fram að talið sé að maðurinn keyri um á hvítum Volkswagen-flutningabíl.

Schaffhausen stendur við landamæri Sviss og Þýskalands og er höfuðborg kantónu sem bera sama nafn. Í bænum búa um 36 þúsund manns. 


Tengdar fréttir

Árásarmaður gengur laus í svissneskum bæ

Fimm eru særðir, þar af tvær alvarlega, eftir að óþekktur maður er sagður hafa gengið berserksgang með keðjusög í svissneska bænum Schaffhausen, nærri landamærunum að Þýskalandi. Lögreglan leitar að árásarmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×