Enski boltinn

Margbrotnaði í andlitinu en má samt byrja æfa eftir tíu daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro Rodríguez.
Pedro Rodríguez. Vísir/Getty
Chelsea-maðurinn Pedro Rodríguez endaði á sjúkrahúsi eftir æfingaleik Chelsea og Arsenal um helgina en tímabilið er þó ekki í hættu hjá spænska framherjanum.

Pedro lenti í slæmu samstuði við David Ospina, markvörð Arsenal. Hann var fluttur á sjúkrahús í Peking eftir leikinn og eyddi þar nóttinni. Pedro hlaut heilahristing og þá margbrotnaði hann í andlitinu.

Pedro birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að allt væri í lagi en að þetta hafi verið mikið „sjokk“ fyrir sig.







Spánverjinn missir öruggalega af næstu tveimur æfingaleikjum Englandsmeistaranna sem eru á móti Bayern München á morgun og Internazionale eftir fjórum dögum síðar.

Pedro má byrja að æfa aftur eftir tíu daga en mætir þá örugglega til leiks með grímu.  

Hann hefur spilað áður með grímu í búningi Chelsea. Vorið 2016 nefbrotnaði hann eftir að hafa dottið á heimili sínu og endaði tímabilið 2015-16 með andlitsgrímu. Hann byrjar væntanlega tímabilið 2017-18 með sömu grímu.

Pedro Rodríguez skoraði 13 mörk á síðasta tímabili þar af 9 í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til félagsins frá Barcelona fyrir tveimur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×