Enski boltinn

UEFA lengir bann Bailly 74 dögum eftir rauða spjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Bailly gengur af velli eftir rauða spjaldið.
Eric Bailly gengur af velli eftir rauða spjaldið. Vísir/Getty
Eric Bailly, varnamaður Manchester United, þarf að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar í maí.

Eric Bailly missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar en missir nú í viðbót af leiknum á móti Real Madrid um Súperbikar UEFA sem og fyrsta leik United-liðsins í Meistaradeildinni 2017-18.  UEFA lendi bannið hans í dag, 74 dögum eftir að rauða spjaldið fór á loft.

Bailly fékk rauða spjaldið eftir að slagsmál brutust út í miðjum leik Manchester United og Celta Vigo á Old Trafford 11. maí. Bailly fékk að fjúka útaf fyrir að slá til John Guidetti, framherja Celta Vigo. Facundo Roncaglia fékk rautt spjald fyrir að bregðast illa við.

Manchester United missti ekki bara Fílbeinsstrendinginn í lengra bann heldur fékk félagið einnig viðvörun frá UEFA þar sem að undanúrslitaleikurinn við Celta Vigo hófst ekki á réttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×