Viðskipti innlent

Bankastjórar græða á bréfum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Lloyd Blankfein, bankastjóri Goldman Sachs.
Lloyd Blankfein, bankastjóri Goldman Sachs. vísir/EPA
Virði hlutabréfa í eigu bankastjóra tveggja af stærstu bönkum heims, JPMorgan Chase og Goldman Sachs, jókst um 314 milljónir dala, eða 33 milljarða króna, í fyrra. Nutu þeir sérstaklega góðs af hækkunum á hlutabréfaverði bankanna í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í nóvember.

Virði hlutabréfa í eigu bankastjóranna, Jamies Dimon hjá JPMorgan og Lloyds Blankfein hjá Goldman Sachs, jókst um rúmar 150 milljónir dala hjá hvorum um sig á síðasta ári, samkvæmt Financial Times. Á sama tíma jókst virði hlutabréfaeignar bankastjóra átján stærstu banka heims, að JPMorgan og Goldman Sachs undanskildum, samanlagt um aðeins fjórar milljónir dala. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×