Handbolti

Fékk fallega afmæliskveðju fyrir fimm dögum en nú er honum hótað lögsókn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson hefur unnið tvöfalt bæði tímabillin sín í Ungverjalandi.
Aron Pálmarsson hefur unnið tvöfalt bæði tímabillin sín í Ungverjalandi. Vísir/Getty
Framtíð Arons Pálmarssonar hjá ungverska liðinu Veszprém er í miklu uppnámi eftir að íslenski landsliðsmaðurinn skrópaði á fyrstu æfingu félagsins á undirbúningstímabilinu eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld.

ungverska félagið brást mjög illa við þessu og hraunaði yfir Aron á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum þar sem sagt var að Veszprém ætlaði að leita réttar síns þar sem Aron væri að brjóta samninginn með því að mæta ekki á fyrstu æfingu nýs tímabils.

Aron var málaður sem egóisti sem væri bara að hugsa um sig sjálfan en ekki liðið og þá var gert lítið úr fagmennsku hans.

Allt leit út fyrir að Aron færi ekki frá Veszprém fyrr en næsta sumar. Aron hefur gert samning við spænska stórliðið Barcelona um að spila með félaginu frá og með 2018-19 tímabilinu.

Samingur hans við Veszprém rennur ekki út fyrr en í lok júní 2018 og þar sem viðræður Veszprém og Barcelona runnu út í sandinn þá bjuggust Ungverjarnir við að Aron spilaði með liðinu næsta vetur.





Fyrir aðeins fimm fögum síðan þá hélt Aron Pálmarsson upp á 27 ára afmælið sitt og fékk þá fallega afmæliskveðju frá Veszprém eins og sjá má hér fyrir ofan.

Nú er hinsvegar komið allt annað hljóð í strokkinn og útlit fyrir að samskipti Arons og Veszprém endir fyrir dómstólum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×